Hreðavatn 2021

Myndir teknar á Bronica-myndavél við Hreðavatn í Borgarfirði vorið 2021. Myndirnar framkallaðar sem kallitýpur á bómullarpappír, aðferð frá ofanverðri 19. öld. Þær eru gulltónaðar til að ná fram sérstakri áferð.
ATELIER — HÓLMASLÓÐ 4, REYKJAVÍK
ATELIER — HÓLMASLÓÐ 4, REYKJAVÍK
Kallitýpa, sem merkir »gæðamyndgerð«, er ljósmyndaaðferð sem þróuð var á síðasta áratug 19. aldar. Þetta er aðferð þar sem ljósnæm silfurlausn er borin á bómullarpappír og myndin kontaktprentuð á hann. Með því að tóna myndirnar, til dæmis með gullausn, má ná fram afbragðsgóðri endingu og áhugaverðum blæbrigðum.