Opið stúdíó og vernissage laugardag 13. apríl frá 4 til 7 🗓 🗺

Opið stúdíó og vernissage laugardag 13. apríl frá 4 til 7 🗓 🗺

Nú er komið að því á ný. Þar sem ég hef lokið við að gera nokkuð af nýujum verkjum langar mig til að bjóða vinum mínum að líta við í stúdíóinu næstkomandi laugardag, þann 13. apríl, frá 4 til 7, á Hólmaslóð 4.

Í fyrsta lagi kem ég til með að sýna nýja röð olíumynda, 8 myndir í stærðinni 80 x 80 þar sem nýjar áherslur í kerfismyndum eru kynntar til sögunnar.

Auk þess kem ég til með að kynna nýtt ljósmynda- og kvikmyndaverk, sem ber heitið Höfnin — flæðarmál, verk þar sem efnið er tekið í flæðarmálinu í Reykjavíkurhöfn.

Í boði verða léttar veitingar. Ég hlakka til að sjá sem flesta!

Höfnin – flæðarmál, 2019, vídeórammi.
Scheduled Fyrri viðburðir Fréttir—News
Hólmaslóð 4, 101 Reykjavík, Iceland Map

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Scroll Up