2006 Novozámecká, vídeóverk

Show more
Novozámecká 1

Novozámecká, 2006 vídeóverk

  … Meira / More...Novozámecká, 2006...
Verzlun

Novozámecká er verk gert árið 2006 í Tékklandi. Í verkinu er ein af mörgum garðabyggðum sem hafa verið við lýði í kringum Prag um áratugabil. Þetta eru gróðurreitir þar sem fólk hefur getað ræktað sitt eigið grænmeti. Á tímum kommúnismans voru þessir reitir oft einu staðirnir þar sem fólk gat fengið að vera í friði fyrir vökulum augum yfirvalda. Í verkinu er sá friður að vissu leyti rofinn, en myndavélin skannar hverja lóð fyrir sig yfir grindverkið. Þó er sjónarhornið lokað með kyrri mynd af hliði hverrar lóðar, sem á vissan hátt lokar fyrir miðju sjónsviðsins.

Verkið var sýnt í gallerí Skolská 21 í miðborg Prag árið 2006, sem hluti af sýningarverkefninu Alien spaces in urban landscape þar sem listamenn frá Prag, Hamborg og Reykjavík komu saman og unnu að sýningu sem tjáði borgarlandslagið í hverri borg fyrir sig.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Scroll UpScroll Up