LOCUS, 2009 vídeóverk

$7,413

 

2 í boði/in stock

SKU: V#2009a Flokkur: Tags: , ,

Lýsing / Description

LOCUS er verk sem tekið var haustið 2009 á Miðnesheiði, þar sem tóm íbúðarhús stóðu auð eftir að Bandaríski flotinn yfirgaf svæðið nokkrum árum áður. Verkið var gert fyrir einkasýningu í Gallerí Suðsuðvestur í Keflavík í janúar 2010. Á sýningunni, sem bar titilinn Transit, var sjónum beint að hugarfari og ástandi íbúa svæðisins, en svæðið varð hvað harðast úti eftir fjármálakreppuna árið 2008. Bærinn stendur í skugga Keflavíkurflugvallar og við vinnslu verka fyrir sýninguna var sjónum beint að þeirri þverstæðu að fólk var fast í ástandi kreppu og atvinnuleysis á meðan rétt fyrir ofan blöstu við möguleikar alls heimsins.

Verkið er ætlað til innsetningar, einnar rásar vídeó varpað stórt á vegg frá gólfi upp í loft.

Eitt þriggja eintaka verksins var keypt af Listasafni Íslands í kjölfar sýningarinnar og var sýnt þar árið 2014.

||

LOCUS is a work shot in the autumn of 2009 in Miðnesheiði, where empty residential buildings stood empty after the US Navy left the area a few years earlier. The work was made for a solo exhibition at Gallery Suðsuðvestur in Keflavík in January 2010. The exhibition, entitled Transit, focused on the mental status and condition of the area’s residents, but the area was the hardest hit after the financial crisis in 2008. The town is in the shadow of Keflavík Airport. The production of works for the exhibition focused on the paradox that people were stuck in a state of crisis and unemployment while just above the possibilities of the whole world were at arm’s length.

The work is intended for installation, a single-channel video projected on a wall from floor to ceiling.

One of the three copies of the work was purchased by the National Gallery of Iceland following the exhibition and was last exhibited there in 2014.

Nánar / More info

Gerð eintaks

Eintak til einkanota / Private copy