Víðihlíðarvídeó, 2013/2019, röð vídeóverka

$5,147

 

8 í boði/in stock

SKU: V#2013a Flokkur: Tags: , ,

Lýsing / Description

Þetta eru þrjú vídeóverk sem voru upphaflega gerð vegna þátttöku í samsýningu listamanna sem skipulögð var í Víðihlíð við Kleppspítala í Reykjavík árið 2013. Um er að ræða byggingu sem á 8. og níunda áratugnum var nýtt við meðferð áfengis- og vímuefnafíknar.  Vídeóin eru hugsuð sem náttúruleg tilvísun í óskýrt og kaótískt hugarástand; í þeim öllum er landsvæðið í kring um Víðihlíð og spítalann nýtt fyrir áráttukennda tilraun til að fylgja slóðum þar sem engar slóðir eru í reynd til. Í Víðihlíð — óviss slóð endar gangan þegar hún leiðir að byggingarrusli í móanum; í Víðihlíð — mið er stefnan sett á fiski-mið í hlíðinni, sem er tákn um markviss vinnubrögð, en lýkur þegar markmiðinu er náð; í Víðihlíð — Kleppsfjara gengin er reynt að ganga stöðugum fótum í fjöruborðinu og horft upp á við til spítalabygginganna í hlíðinni fyrir ofan.

Nánar / More info

Gerð eintaks

Eintak til einkanota / Private copy