Gengið niður Klapparstíg, 2005/2019 vídeóverk

$3,769

 

8 í boði/in stock

Lýsing / Description

Gengið niður Klapparstíg er verk sem í upphaflegri útgáfu var sýnt á einkasýningu minni í Nýlistasafninu árið 2005. Verkið er einfalt að gerð, það er fyrstu persónu sýn á göngu snemma morguns niður eina af eldri götum Reykjavíkur, Klapparstíg, frá horni við Njálsgötu niður á LIndargötu. Fyrstu persónu sjónarhornið er kvikult og myndavélin beinir sjónum sínum ýmist í gönguáttina en einnig til beggja handa, eftir því sem athyglin dreifist. Í verkinu er leitast við að túlka hið dæmigerða og hversdaglega í borgarsýninni, með ákveðinn og órofinn göngutaktinn sem eins konar mælikvarða á hverfulan tíma.

Á sýningunni í Nýlistasafninu var verkinu varpað á heilan vegg. Gegnt vídeóverkinu var röð 64 ljósmynda sem sýndu einnig Klapparstíginn. Þær voru sýndar á tveimur veggjum í línu á ljósaboxum.

Nánar / More info

Gerð eintaks

Eintak til einkanota / Private copy