Björgun, 2007 vídeóverk

$4,063

 

8 í boði/in stock

SKU: V#2007b Flokkur: Tags: , ,

Lýsing / Description

Björgun er verk gert árið 2007. Myndefni verksins var tekið um sumarsólstöður, frá 12 til 2, á athafnasvæði malarvinnslufyrirtækisins Björgunar við Grafarvog. Verkið er tekið við jaðar svæðisins, á 16 stöðum allan hringinn. Myndavélinni var í sérhverju tilviki beint inn í miðju svæðisins. Verkið er klippt út frá forsendum handahófs, og getur hvert klipp verið frá 1 ramma upp í rúmar 10 sekúndur. Alls samanstendur verkið af 16 sinnum 16 klippum, þar sem rennt er í gegn um hverja töku 16 sinnum og þar sem röð klippanna og lengd ræðst af handahófi.

Verkið var gert vegna samstarfsverkefnisins Alien structures in urban landscape, þar sem listamenn í Hamborg, Prag og Reykjavík hittust, gerðu staðbundin verk og sýndu í hverri borg fyrir sig. Það var sýnt á sýningu verkefnisins á Korpúlfsstöðum í Reykjavik sumarið 2007, varpað á skáhallandi loftflöt.

Nánar / More info

Gerð eintaks

Eintak til einkanota / Private copy